“Crochet gives me an inner peace that I treasure each and every day.” – Judith Ferrett

Sunday, August 28, 2011

Crispy Duck í kínverskri pönnuköku með agúrku, vorlauk og plómusósu




Dagur 1: Marði með kjöthamri 6 hvítlauksrif og 2 þumlungar engifer og setti inn í öndina. Bjó til maríneringu, ½ dl sérrí, ½ dl soja, msk sykur og tsk Fimmta kryddið og lagði inn í kæli í sólarhring.
Dagur 2: Lét leka vel af öndinni, sauð vatn og helti yfir öndina, báðum megin.
Blandaði saman ½ dl balsamedik og 1 dl af hunangi og penslaði yfir öndina og lagði svo inn í kæli í hálfan sólarhring.
Dagur 3: Eldaði öndina í 4 klst við vægan hita (150°) og útkoman var unaðsleg ! :)




Thursday, August 25, 2011

Vanillubollakökur





Notaði sömu uppskrift og í vanillubollakökur, nema hér bætti ég við appelsínugulum og túrkís súkkulaðidropum frá Wilton sem ég skar í fernt, setti smá "super white" í kremið til að fá það hvítara og litríkar súkkulaði flögur ofaná.

Teriyaki kjúklingur með vorlauk og fersku kóríander




Bjó til maríneringu 1 flaska teriyaki, 1 pressuð sítróna, msk hunang, tsk sesamolía, 2 þumlungar engifer, 3 hvítlauksrif og 1 rauður chilli.
Hellti yfir kjúklingaleggi og vængi og lét marínerast hálfan daginn en klst er alveg nóg :)

Setti í ofnfast fat og stráði yfir vorlauk en bara hvíta hlutanum, eldað í 200° í ca. 40 mín.
Passa að vökvinn hverfi ekki alveg, setja þá álpappír yfir ef þarf.

Stráði svo kóríander og græna hlutanum af vorlauknum yfir.

Thursday, August 18, 2011

Bleikir kökupinnar





Nú ákvað ég að prófa sjálf frá grunni, ég bakaði grænu kökuna en að sjálfsögðu með rauðum matarlit og útkoman var bleik kaka. Ég lét hana kólna og reif hana svo niður í skál og blandaði vanillu kremi útí. Mótaði kúlur og skellti í frysti í ca 10-15 mín. Bræddi dökkan súkkulaðihjúp, keypti pinnana í Allt í köku og skrautið fékk ég í Partýbúðinni.
Hér er uppskriftin:

250 gr smjörlíki
250 gr hveiti
250 gr sykur
2 egg
1 tsk lyftiduft
1 tsk möndludropar
1 1/2 dl sjóðandi vatn
rauður matarlitur

Hrærið saman smjörlíki,sykur og svo eggjum. Bætið við möndudropum og matarlit, svo helming af hveiti og helming af vatni og í lokin blandið saman rest af hveiti og lyftiduft og bæta því við ásamt restinni af vatninu.

Bakið í 160° í ca 50 mín.

Steikarsamloka



Keypti Ciabatta brauð í bakaríi, mínútusteik sem ég setti í afgangs kryddlög frá Bourbon marinerað steikarsalat, grillaði portobello sveppi, steikti rauðlauk upp úr smá olíu þar til rauðlaukurinn var orðinn mjúkur, bætti balsamgljáa út í og lét malla nokkra stund.
Skar niður avókadó til að hafa ofan á og klettasalat undir ásamt home-made bernais.

Bernais sósa:

6 eggjarauður
100 gr smjörvi
1 kjúklingakraftsteningur
½ tsk bernaise essence (má sleppa)
1-2 msk fáfnisgras
Bræðið smjörið í potti. Blandið saman eggjarauðurnar, kjúklingakraftinn og bernaise essence og hellið smjörinu varlega saman við. Setjið fáfnisgrasið út í og blandið saman.






Tuesday, August 16, 2011

Bourbon marinerað steikarsalat



Þessi uppskrift er frá Völla úr bókinni "Grillað"

Viskí- og púðursykurskryddlögur fyrir kjötið:

1 tsk sítrónubörkur
1 tsk appelsínubörkur
2 hvítlauksrif
80 ml Bourbonviskí eða Jack Daniels
¼ bolli af ljósum púðursykri
120 ml sojasósa
1 msk dijon-sinnep
1 tsk chilli sósa

Salat:

Salatblanda að eigin vali
1 avókadó
1 ½ bolli af kirsuberjatómötum, skornir í fjórðunga
1 fennel skorið í þunna strimla
2-3 radísur í þunnum sneiðum
1 appelsína afhýdd og laufin skorin úr
Smá pipar í lokin yfir allt saman

Ananas- og engiferdressing fyrir salatið:

1 msk sojasósa
5 msk ananassafi
½ tsk fínt rifin engiferrót
1 tsk sesamolía
1 hvítlauksrif
1 tsk Meli hunang
1 msk olía
2 msk lime safi
¼ tsk chilli flögur
1 msk saxað ferskt kóríander
¼ bolli ferskur ananas í teningum
Salt & pipar

Thursday, August 11, 2011

Vanillubollakökur með þrílituðu smjörkremi




Ég keypti mót fyrir 24 bollakökur í Allt í köku, ætlaði að vera voða sniðug og baka allar í einni plötu.



Þegar ég kom heim og búin að rífa plastið af þá kom í ljós að formin pössuðu ekki í mótin.
Well ég bakaði þær í mótinu og færði yfir í formin.
Ég notaði gel matarliti í smjörkremið frá AmeriColor.

Hér er uppskriftin:
Vanillubollakökur með þrílituðu smjörkremi (12 stk)

125 gr smjörlíki (mjúkt)
125 gr sykur
2 egg
145 gr hveiti 
1/4 tsk matarsódi
1 og 1/4 tsk lyftiduft
hnífsoddur salt
1 tsk vanilludropar
50 gr hvítir súkkulaðidropa

Smjörkrem:
80 gr smjörlíki
2,5 dl flórsykur
(1 msk vatn)
1 tsk vanilludropar

Tuesday, August 9, 2011

Fyrstu kökupinnarnir sem ég bjó til fyrir afmæli Katrínar






Ég man ekki alveg hver kveikjan var að kökupinnargerð, sennilega bara það að mig langaði að gera eitthvað annað en að baka "köku".

Uppskriftin er einföld:
1 Betty Crocker Djöflaköku- eða súkkulaðikökumix
400 g súkklaðikrem frá Betty Crocker
Hvítir súkkulaðidropar frá Nóa Síríus

Aðferð
Bakið Betty Crocker blönduna samkvæmt leiðbeiningum. Þegar kakan er orðin köld er hún tekin í sundur og mulin niður í skál. Kreminu er síðan bætt saman við með gaffli. Besta útkoman verður þegar blandan er kramin í höndunum, nauðsynlegt að vera í hönskum. Blandan á að vera þannig að hún festist ekki við hendurnar og ekki of þurr.  Ef farið er nákvæmlega eftir uppskriftinni ætti hún að vera fullkomin.
1. Mótið kúlur, setjið á smjörpappír og kælið í kæli í ca. 15-30 mínútur eða í frysti í 5 mínútur.
2. Kúlurnar eru teknar út, endanum á kökupinna dýft í súkkulaði og stungið í miðjuna á kúlunni. Kælið aftur þar til súkkulaðið á pinnanum er storknað.
3. Súkkulaði er brætt við meðalhita, litað með súkkulaðilitum og síðan notað til að hjúpa pinnana.
4. Skreytið að vild.

Monday, August 8, 2011