“Crochet gives me an inner peace that I treasure each and every day.” – Judith Ferrett

Sunday, April 29, 2012

Risaeðlu ungbarnasett
Það voru þrír ljósmyndarar sem fengu svona sett hjá mér í mismunandi litum, það er mjög mikið dúllerí að fylla kambana, bæði á húfunni og buxunum, festa doppurnar og ganga frá endalausum endum :)

Sunday, April 15, 2012

Hundahúfa
Keypti þessa uppskrift á Etsy/puppy hat, garnið er Abuelita (merino worsted) frá Handprjón, Nikulás minn fékk þessa húfu.

Tuesday, April 10, 2012

Kanínu ungbarnasettÞetta kanínusett heklaði ég fyrir sama ljósmyndara og settið hér fyrir neðan en ekki er enn komið lítið stelpu baby fyrir það, en ég set inn mynd þegar þar að kemur.
Einnig heklaði ég annað sett í öðrum litum fyrir annan ljósmyndari en ég er heldur ekki komin með mynd frá honum.
Uppskriftin er frá Etsy og garnið er Abuelita (merino worsted) frá Handprjón.

Risaeðlu ungbarnasettHeklaði þetta sett fyrir ljósmyndara, stærðin er 0-3 mánaða og þessi fallega 5 mánaða fyrirsæta, rétt passaði í það.
Uppskriftina keypti ég á Etsy og garnið er Abuelita (merino worsted) frá Handprjón.