“Crochet gives me an inner peace that I treasure each and every day.” – Judith Ferrett

Saturday, July 28, 2012

Ombre Karfa -gul-



Nú ætla ég að taka smá pásu á Ombre körfunni, allar pantanir farnar út úr húsi og ég á til fjórar á "lagernum" hjá mér.
Annars erum við skötuhjúin enn í sumarfríi, búin að skottast hingað og þangað og taka leti og ég hekldaga, 11 frídagar eftir, lífið er ljúft þessa dagana :)

Thursday, July 26, 2012

Hvítlauksgrillaður humar í Stóru-Skógum



Áttum yndislega daga í frábærum bústað uppí Stóru-Skógum og auðvitað var borið fram það besta fyrir strákana mína. Hún Auður mín sem á bústaðinn er búin að gera hann svo fallega upp og ég skil hana vel að vera öllum stundum þarna uppfrá í fallegu náttúrunni.




Blandað salat með grilluðum rauðrófum, mandarínum, fetaosti og fersku timjan.
Bjó til sinnepsdressingu og notaði basil-sinnep sem ég keypti í Mosfells bakarí á leiðinni út úr bænum.



Ég breytti aðeins innihaldinu í þessu "hefðbundna" hvítlaukssmjöri og bætti út í smá chilli, sítrónupipar, basilolíu, pestó-olíu og svo auðvitað smjör, hvítlauk og steinselju.
Þetta smakkaðist hrikalega vel með mediterranean cous cous, nýbökuðu frönsku baguette og ísköldu hvítvíni ! :)

Sunday, July 15, 2012

Orkuskart Öddu



Ég er voða skotin í armböndunum frá Orkuskart Öddu, var að fá þessi tvö efstu svo sumarleg og flott, þau hafa varla farið af mér síðan ég fékk þau !
Fer að koma tími á nýtt armband, alveg kolfallin fyrir þeim :)

Monday, July 2, 2012

Skjaldböku ungbarnasett



Keypti þessa uppskrift á Etsy/Turtle ótrúlega fljótlegt og skemmtilegt að hekla. Garnið, Abuelita (merino worsted) keypti ég í Handprjón, og blómið er uppskrift frá Lucy/crochet-flowers-and-leaves.

Grillborgari með bernais



Hægt að gera hamborgara mjög girnilega... og góða !

Sunday, July 1, 2012

Nautaluuuund...



Grilluð sérrí maríneruð nautalund með olíu-balsamedik portobello sveppum með dash af fersku timjan, bakaðar kartöflur, kúrbítur, ferskt salat, bernais og rautt á kantinum, love it !

Ugluhúfur



Ég missti næstum því áhugann á hekli við að reyna við þessa uppskrift sem ég keypti á Etsy.
Eftir endalausar tilraunir og mismunandi heklunálar gafst ég upp á hekli í 2 mánuði.

Setti mig í samband við 
Elínu ofurheklara og hún ráðlagði mér að bæta við 3 umferðum í efri hlutann, that´s it, ekki flókið en reyndar var smá vitleysa líka með eyrun.

Ekki grunaði mig að uppskriftin væri röng, ég fékk hana á 15 blaðsíðum í mismunandi stærðum og þegar ég las gróflega yfir allar stærðirnar sá ég ekki betur en þær væru allar rangar. Á eftir að láta eigandann vita, kannski nota ég sumarfríið mitt til að leiðrétta uppskriftina eða ekki :)

Garnið er Abuelita (merino worsted) frá Handprjón.