“Crochet gives me an inner peace that I treasure each and every day.” – Judith Ferrett

Sunday, October 23, 2011

Salat með parmaskinku




~Blandað salat~

2 perur, skornar í litla báta og grillaðar
8 sneiðar parmaskinka
Mozzarella
Ristaðar pekan hnetur

~Sinneps-salatsósa~

1 hluti vínedik
2 hlutar góð olía
Grófkornasinnep
Ögn af sykri eða hunangi
Smá salt og pipar


Síðan eftir skapi blanda ég ýmist, tómötum, grilluðum aspas, portobello sveppum eða hverju sem er :)

Saturday, October 8, 2011

Friday, October 7, 2011

Súkkulaði hindberjabollakökur með hindberjakremi til heiðurs bleiku slaufunnar




Súkkulaði hindberja bollakökur

125 gr smjörlíki
125 gr púðursykur
2 egg
125 hveiti
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
1/4 tsk salt
3 msk kakó (t.d. Cadbury’s)
1 dolla af hindberjajógúrt
Frosin hindber, mulin

Aðferð

Hitið ofnin í 180°.
Þeytið smjörlíkið saman við púðursykurinn og svo eggin, eitt í einu.
Blandið þurrefnunum saman við og strax á eftir jógúrtinu.
Þeytið í ca 1-2 mín eða þangað til allt er vel blandað, setjið svo í form og bakið ca 25 mín.

Krem
80 gr smjörlíki
2,5 dl flórsykur
1/3 bolli hindber
1 tsk vanilludropar
smá dash af ferskum sítrónusafa gerir punktinn yfir i-ið.