“Crochet gives me an inner peace that I treasure each and every day.” – Judith Ferrett

Saturday, November 12, 2011

Sunday, November 6, 2011

Nikulás 1 árs !








Ég ákvað með mjög stuttum fyrirvara hönnunina á eins árs afmælisköku Nikulásar. Ég var búin að æfa mig eins og vindurinn að gera alls konar bollakökur eins og sjá má hér á blogginu. En einhverra hluta vegna ákvað ég að henda mér í djúpu laugina og búa til sykurmassa og sykurmassaskreytingar.
Uppskriftin af kökunni sjálfri fékk ég á vef mommur.is
Beljuþemað er mjög táknrænt fyrir mig og Nikulás því hann neitar að hætta á brjósti. Ég er s.s stærri og breiðari beljan og hann litli kálfurinn. Það var ekki pláss fyrir mig á kökunni þannig að Nikulás litli kálfurinn minn fékk nóg pláss.
Ég keypti ýmislegt í Allt í köku og Kosti til að gera sykurmassa skreytingarnar en grasið gerði ég með smjörkremi.

Negrakossa Kóngulær

Keypti 12 negrakossa niðrí Nettó á 200 kr, jább 200 kr, stakk apollo lakkrísreimum í hliðarnar og augun keypti ég í Kosti en í staðinn er hægt að nota hvíta súkkulaðidropa og teikna augasteininn með matarlit.


Á neðstu myndinni eru vanillubollakökur, bjó til föndrið úr skrapp pappír sem ég keypti í Garðheimum og gataði með sérstökum gatara og límdi svo tannstöngla aftan á og stakk í bollakökurnar :)



Wednesday, November 2, 2011

Tikka Masala á 20 mínútum




Ég tætti niður heilan kjúkling, hitaði olíu á pönnu og steikti lauk og bætti svo saman við engifer, hvítlauk og chilli. Skellti kjúklingnum saman við, krukku af Tikka Masala sósu, dós af tómötum og skvettu af rjóma og hitaði saman í nokkrar mín.

Bjó til kóríanderpestó, sauð brún hýðis hrísgrjón og hitaði naan brauð...