“Crochet gives me an inner peace that I treasure each and every day.” – Judith Ferrett

Thursday, August 30, 2012

Kjúklinga- og kókossúpa



Helga Kvam er klárlega minn uppáhalds ljósmyndari, hún tekur alveg meiriháttar flottar landslagsmyndir.

Kom mér ekkert á óvart að hún væri meistara kokkur, hún er með ótrúlega flott matarblogg og þessi uppskrift er frá henni. Ég bætti við grænkáli síðustu 5 mínúturnar og súpan var fersk og dásamlega góð borin fram með nýbökuðu baguette.

Það er greinilega hugsað út í hvert smáatriði við hverja mynd á blogginu hennar enda gerast myndir varla flottari. Það verður úr nógu að velja til að elda á næstunni fyrir fjölskylduna.
Bloggsíðan hennar heitir allskonar.is

Tuesday, August 28, 2012

Skref 3 - Búin að hekla doppurnar



Jæja, loksins búin að hekla doppurnar 63 og ég er cirka 10-15 mín með hverja doppu sem gerir rúmlega 900 mín eða cirka 15-16 klst. Ég á samt ekki nema um þrjá  frítíma á dag og nota ekki alltaf tímann í hekl, held bara áfram að vera þolinmóð með þetta teppi. En þetta mjakast allt saman og nú er að hekla kant utan um hverja doppu.

Sunday, August 26, 2012

Heklaði utan um hitabrúsa fyrir ferð á Fimmvörðuháls





Ég gekk Fimmvörðuhálsinn á föstudaginn ásamt hressum vinnufélögum og mökum.  Vorum ekkert sérstaklega heppin með veður, rigningarsuddi og þoka mest allan tímann en það skiptir engu þegar maður er fullt af sól í hjarta :)
Ég viðurkenni þó að líkaminn er alveg í döðlum enda fyrsta langa gangan í 2 ár. Yndislegt að koma heim á laugardegi eftir eina nótt í Langadal í Þórsmörk og eiga síðan hálfa helgina eftir !

Alveg síðan ég byrjaði að ganga fjöll hef ég verið með tvöfalda ullarsokka utan um hitabrúsann minn en ég fékk þessa frábæru hugmynd rétt fyrir brottför og heklaði utan um hitabrúsann með tvöföldum léttlopa og notaðist við uppskrift Ombre körfunnar, ótrúlega ánægð með þetta hekl og heldur vel heitu :)


Tuesday, August 21, 2012

Sunday, August 19, 2012

Afmæliskaka



Bakaði þessa afmælisköku um daginn fyrir litla frænku sem er reyndar ekkert lítil lengur, næstum því jafn stór og ég og orðin 12 ára gömul.

Misheppnaðist aðeins massinn hjá mér hann var ekki alveg nógu þykkur og ég hefði mátt þjappa aðeins betur á munstursmottuna til að fá greinilegra blómamynstrið, ég var svo hrædd um að massinn myndi festast á mottunni en well kakan var ekkert verri fyrir vikið :)

Ég litaði hvítan sykurmassa í tveimur bleikum litum, bjó til 80 blóm, setti eitt blóm inn í annað og hvíta perlu í miðjuna. Smá dúllerí að gera stafinu, massinn vildi helst festast en eftir að ég skellti stafamótinu í kartöflumjöl og sló síðan af því, gekk þetta ágætlega.

Og auðvitað eins og vanalega gleymdi ég að taka mynd eftir að kakan var skorin en innihaldið er súkkulaði hindberja kaka með bleiku smjörkremi, ótrúlega fersk og góð. Ég meir að segja borðaði hana en mér finnst súkkulaðikökur ekkert sérstaklega góðar :)

Thursday, August 16, 2012

Skref 2 - doppótt teppi, pælingar,,

Það er hægt að smella á allar myndir til að stækka, ég snillingurinn fattaði það um daginn :)


Eftir miklar pælingar hvað varðar liti, litasamsetningar og stærð varð þetta niðurstaðan, í bili...
Auðvitað setti ég, excel sjúklingurinn litasamsetninguna í excel en litirnir eru ekki alveg þeir sömu en mér fannst ágætt að sjá þetta á þennan hátt

Ég vissi frá upphafi að ég myndi aldrei ná 70 doppum úr 4 dokkum en eftir að hafa klárað einn lit náði ég 13 doppum og það sinnum 4 gera 52 doppur. Það var annað hvort að kaupa fleiri dokkur og sitja þá uppi með enn meira afgangs garn eða hekla annað teppi í sömu litum eða ennþá einfaldara að kaupa nýjan lit sem ég gerði :)

Ég keypti appelsínugulan og nú næ ég að hekla 65 doppur en í raun vantar mig bara 63 ef ég reikna með 7 doppum sinnum 9, þá verður teppið gróflega mælt 80 x 100 cm. Þá er að halda áfram og hekla 29 í viðbót :)

Tuesday, August 14, 2012

Doppótt teppi í vinnslu



Ég elska doppur og mig hefur lengi langað til að hekla teppi en ákvað að hafa það sem langtímaverkefni, seinna.
Síðasta vika var mjög bissí og auðvitað þá varð ég að detta inn á þessa uppskrift en útkoman verður doppótt teppi.
Þetta eru litirnir sem ég valdi mér úr æðislega mjúku ullar-bómullar blöndu og algjört æði að hekla með.
Síðustu kvöld er ég búin að hekla eins og vindurinn, búin með 24 doppar af helst 70, en ég reikna ekki með að garnið dugi í svo margar, þá er annaðhvort að kaupa meira garn eða hekla ungbarnateppi :)
Annað kvöld ætla ég að klára alveg einn lit til að sjá hvað ég næ mörgum doppum og þá get ég mælt gróflega hvað teppið verður cirka stórt.

Monday, August 13, 2012

Öðruvísi marínering á lambalæri




Lambalærið fékk öðruvísi marineringu uppí Stóru-Skógum, farið var að rökkva á kvöldin og Dóri minn sendur út rúmlega 1 að nóttu til, að sækja kryddjurtir...

Það var ekki fyrr en kvöldið eftir þegar lærið átti að fara á grillið að það lyktaði öðruvísi en vanalega þegar ég geri þessa ákveðnu maríneringu.
Lavender og salvía fór í staðinn fyrir rósmarín og timjan :)

Í maríneringuna fór s.s olía, balsamedik, sítrónusafi, hvítvín, hunang, sítrónubörkur, hvítlaukur, svartur pipar, ferskt oreganó, ferskt lavender og fersk salvía, kom skemmtilega á óvart !
Með lærinu vorum við með aspasböggla, ofnsteikta kartöflubáta, ferskt salat og kalda dijon sinnepssósu með grænum pipar.



Monday, August 6, 2012

Uglu pottaleppar


Ég var alveg ákveðin eftir að hafa heklað fyrsta pottaleppinn að ég myndi ekki hekla annan. Það gekk eitthvað svo erfiðlega að hekla kantinn en með heppni tókst mér að gera þetta rétt. Eins þurfti ég að prófa mig áfram með augun þangað til ég var sátt.

Enn, svo féll ég fyrir túrkís bláa litnum og ákvað að hekla annan og hekla aðeins lausara og viti menn þá varð síðasta sporið sýnilegt og þegar ég heklaði kantinn varð þetta ekkert mál, ákvað að eiga þessa tvo og svo er ég búin að hekla þriðja sem ég gaf tengdamömmu :)

Keypti þessa uppskrift á Etsy frá Kate Alvis.