“Crochet gives me an inner peace that I treasure each and every day.” – Judith Ferrett

Monday, August 13, 2012

Öðruvísi marínering á lambalæri




Lambalærið fékk öðruvísi marineringu uppí Stóru-Skógum, farið var að rökkva á kvöldin og Dóri minn sendur út rúmlega 1 að nóttu til, að sækja kryddjurtir...

Það var ekki fyrr en kvöldið eftir þegar lærið átti að fara á grillið að það lyktaði öðruvísi en vanalega þegar ég geri þessa ákveðnu maríneringu.
Lavender og salvía fór í staðinn fyrir rósmarín og timjan :)

Í maríneringuna fór s.s olía, balsamedik, sítrónusafi, hvítvín, hunang, sítrónubörkur, hvítlaukur, svartur pipar, ferskt oreganó, ferskt lavender og fersk salvía, kom skemmtilega á óvart !
Með lærinu vorum við með aspasböggla, ofnsteikta kartöflubáta, ferskt salat og kalda dijon sinnepssósu með grænum pipar.



No comments:

Post a Comment