“Crochet gives me an inner peace that I treasure each and every day.” – Judith Ferrett

Tuesday, August 14, 2012

Doppótt teppi í vinnslu



Ég elska doppur og mig hefur lengi langað til að hekla teppi en ákvað að hafa það sem langtímaverkefni, seinna.
Síðasta vika var mjög bissí og auðvitað þá varð ég að detta inn á þessa uppskrift en útkoman verður doppótt teppi.
Þetta eru litirnir sem ég valdi mér úr æðislega mjúku ullar-bómullar blöndu og algjört æði að hekla með.
Síðustu kvöld er ég búin að hekla eins og vindurinn, búin með 24 doppar af helst 70, en ég reikna ekki með að garnið dugi í svo margar, þá er annaðhvort að kaupa meira garn eða hekla ungbarnateppi :)
Annað kvöld ætla ég að klára alveg einn lit til að sjá hvað ég næ mörgum doppum og þá get ég mælt gróflega hvað teppið verður cirka stórt.

2 comments:

  1. Mar þarf alltaf að finna e-ð töff til að hekla þegar mar hefur ekki nægan tíma.
    Hlakka til að sjá útkomuna c",)

    ReplyDelete
  2. Já það er alltaf þannig en þú færð að fylgjast með ferlinu hér á blogginu :)

    ReplyDelete