“Crochet gives me an inner peace that I treasure each and every day.” – Judith Ferrett

Thursday, August 16, 2012

Skref 2 - doppótt teppi, pælingar,,

Það er hægt að smella á allar myndir til að stækka, ég snillingurinn fattaði það um daginn :)


Eftir miklar pælingar hvað varðar liti, litasamsetningar og stærð varð þetta niðurstaðan, í bili...
Auðvitað setti ég, excel sjúklingurinn litasamsetninguna í excel en litirnir eru ekki alveg þeir sömu en mér fannst ágætt að sjá þetta á þennan hátt

Ég vissi frá upphafi að ég myndi aldrei ná 70 doppum úr 4 dokkum en eftir að hafa klárað einn lit náði ég 13 doppum og það sinnum 4 gera 52 doppur. Það var annað hvort að kaupa fleiri dokkur og sitja þá uppi með enn meira afgangs garn eða hekla annað teppi í sömu litum eða ennþá einfaldara að kaupa nýjan lit sem ég gerði :)

Ég keypti appelsínugulan og nú næ ég að hekla 65 doppur en í raun vantar mig bara 63 ef ég reikna með 7 doppum sinnum 9, þá verður teppið gróflega mælt 80 x 100 cm. Þá er að halda áfram og hekla 29 í viðbót :)

No comments:

Post a Comment