“Crochet gives me an inner peace that I treasure each and every day.” – Judith Ferrett

Friday, March 30, 2012

UglaKeypti þessa uppskrift á Ravelry/little owl, garnið keypti ég í Föndru á Dalveginum en ég man ekki alveg hvað það heitir og búin að rífa og henda miðunum af garninu :/ augun í ugluna fékk ég einnig þar.

Wednesday, March 28, 2012

Körfur og Heklunálahólkur
Fékk æði fyrir þessum kröfum, heklaði þrjár, eina minni og heklunálahólk.
Uppskriftin er frá Liz og ég notaði tvöfaldan bulky lopa frá Álafoss.

Hér er uppskriftin:

Hook size 8mm

Ch 2

Rnd 1: 8 sc in 2nd ch from hook

Rnd 2: 2 hdc in each st. Join with sl st. (16 hdc)

Rnd 3: Ch 2, hdc in same st, hdc in next st, (2 hdc in next st, hdc in next st) around. Join with sl st. (24 hdc)

Rnd 4: Ch 2, hdc in same st, hdc in next 2 sts, (2 hdc in next st, hdc in next 2 sts) around. Join with sl st. (32 hdc)

Rnd 5: Ch 2, hdc in same st, hdc in next 3 sts, (2 hdc in next st, hdc in next 3 sts) around. Join with sl st. (40 hdc)

Rnd 6: Ch 2, hdc in same st, hdc in next 4 sts, (2 hdc in next st, hdc in next 4 sts) around. Join with sl st. (48 hdc)

Rnd 7: Ch 2, hdc in same st. Hdc in next 5 sts. (2 hdc in next st, 5 hdc in next st) around, join with sl st. (56 hdc)

Rnd 8: Working under the line or ridge on the back of the hdc, sc in each st around. This round creates the seam (described above)

Rnd 9: Hdc round

Rnd 10: Sc round

Rnd 11: Sc round in the back loop only

Rnd 12: Hdc round

Rnd 13: Sc round

Rnd 14: Hdc round

Rnd 15: Sc round

Rnd 16: Sc in the back loop only

Rnd 17: Ch 2, hdc in the next 9 sts, Ch 9, skip 8 sts, hdc in next 20 sts, Ch 9, skip next 8 sts, hdc in next 9 sts. Join with sl st.

Rnd 18: Sc round, working 10 sc under the ch 9 spaces (not into each st). Join and finish off.

Tuesday, March 20, 2012

Tátiljur


Þessa uppskrift keypti ég á Etsy/slippers, garnið heitir Novita frá Handprjón.

Monday, March 5, 2012

Risaeðluhúfa
Fyrsta heklið mitt !

Á öllu átti ég von á en að fara að hekla eða prjóna !!
Síðustu árin hef ég verið á kafi í útivist, verið virk í björgunarsveit og notað allan minn frítíma í að klifra eða ganga á fjöll.
En svo fæddist litla gullið okkar og þá breyttist lífið okkar gjörsamlega, þessi drengur er heldur betur búinn að færa okkur mikla gleði og hamingju.
Forsendur breyttust og við höfum mikið verið heima sem varð til þess að ég fór að hekla (eftir að ég fékk leið á mínu manískum þrifum og hálf tómum þvottavélum)
Mér fannst þetta alveg frábært að geta setið kyrr en samt verið á fullu... í höndunum :)
Gefur mér ofboðslega mikið að hekla og mikla ró.

Þetta er s.s risaeðluhúfa sem ég keypti á Etsy/dinosaur hat, ég sat heilu kvöldin með Youtube fyrir framan mig að æfa mig í að gera loftlykkjur og fastapinna, einnig reyndi ég að skoða fleiri video þar inni og svo var bara að klóra sig áfram.

Í dag þegar ég skoða húfuna þá finnst mér kambarnir allt of stórir, í húfunum sem ég heklaði um daginn þá fyllti ég kambana og hafði þá töluvert minni.

Garnið er Abuelita (merino worsted) frá Handprjón og fyrirsætan er Nikulás, litla gullið mitt :)

Saturday, March 3, 2012

Afmælisveisla Kára - 6 ára

Kakan neðst er regnbogakaka en ég klikkaði á því að taka mynd eftir að búið var að skera fyrstu sneiðina, þetta eru 6 botnar sem ég setti saman, ansi há og með rjómaostakremi utaná.

Ég man ekki alveg hvaðan ég fékk uppskriftina en hún fylgir hér fyrir neðan, á miðju myndinni eru brownies með geim myndum sem ég fann á netinu, prentaði út, gataði og límdi tanstöngla aftan á. Myndin efst segir sig sjálft.


Regnbogakaka

2 og 1/4 bolli hveiti
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
1 og 1/4 bolli mjólk
4 stór egg
1 bolli sykur
2 tsk  rifinn sítrónubörkur
8 matskeiðar mjúkt smjör
1/2 teskeið sítrónudropar
Matarlitur

Aðferð

Hitið ofninn í 180 gráður.
Berið smjör inn í tvö kringlótt meðalstór kökumót. Sigtið saman hveiti, lyftiduft og salt. Hrærið saman eggjahvítur og mjólk í annarri skál. Hrærið saman smjör, sítrónubörk og sykur í hrærivél á fullum hraða í um 3 mínútur eða þar til blandan er orðin létt og loftkennd. Bætið sítrónudropunum samanvið. Hrærið hveitiblönduna smátt og smátt saman við þetta til skiptis við eggja- og mjólkurblönduna. Hrærið blönduna á meðalhraða í um 2 mínútur eða þar til deigið er orðið vel blandað.

Ákveðið hvað á að hafa mörg lög af litum. Skiptið deiginu upp í hluta eftir því hvað þið viljið hafa marga liti. Litið hvern hluta af deigi með sínum lit. Ég nota matarliti frá Wilton, en þeir fást í bökunardeildinni í Húsasmiðjunni/Blómaval. Það eru litir úr geli og þarf mjög lítið af þeim til að ná fram sterkum lit. Ef þið ætlið að notast við Wilton matarlit byrjið þá á því að dýfa tannstöngli ofan í matarlitinn og hræra svo tannstönglinum samanvið deigið. Endurtakið ef þið viljið fá sterkari lit. Bakið hverja litaða deigblöndu fyrir sig í ca. 20 mínútur. Leyfið kökunni að kólna. Til þess að kakan haldi raka er best að setja plastfilmu yfir kökuna um leið og hún hefur kólnað nægilega vel og geyma á  köldum stað. 

Frostingkrem 

600 gr rjómaostur
15 tsk mjúkt smjör
6 tsk vanilludropar
6 bollar flórsykur

Hrærið rjómaostinn þar til hann er orðinn mjúkur, bætið því næst við smjörinu og vanilludropunum. Bætið flórsykrinum smám saman við blönduna og hrærið vel.

Að setja kökuna saman

Leggið fjólubláa kökubotninn á kökudisk. Smyrjið þunnu lagi af apríkósusultu á kökubotninn og smyrjið svo þunnu lagi af stífþeyttum rjóma þar ofan á. Leggið bláa kökubotninn ofan á. Smyrjið þann botn aftur með apríkósusultu og svo þar yfir með frostingkreminu. Endurtakið leikinn með þá kökubotna sem eftir eru og skiptist á að smyrja með þeyttum rjóma og frostingkremi á milli laga. Til þess að kakan tolli betur saman er gott að kæla hana inn á milli. Þegar öll lögin eru komin má smyrja kökuna að utan með örþunnu lagi af frostingkremi og setjið í kæli í 20 mínútur. Að lokum má taka kökuna úr kæli og smyrja hana að utan með þykkara lagi af frosting kremi og dreifa kókosmjöli yfir kökuna.