“Crochet gives me an inner peace that I treasure each and every day.” – Judith Ferrett

Monday, March 5, 2012

Risaeðluhúfa




Fyrsta heklið mitt !

Á öllu átti ég von á en að fara að hekla eða prjóna !!
Síðustu árin hef ég verið á kafi í útivist, verið virk í björgunarsveit og notað allan minn frítíma í að klifra eða ganga á fjöll.
En svo fæddist litla gullið okkar og þá breyttist lífið okkar gjörsamlega, þessi drengur er heldur betur búinn að færa okkur mikla gleði og hamingju.
Forsendur breyttust og við höfum mikið verið heima sem varð til þess að ég fór að hekla (eftir að ég fékk leið á mínu manískum þrifum og hálf tómum þvottavélum)
Mér fannst þetta alveg frábært að geta setið kyrr en samt verið á fullu... í höndunum :)
Gefur mér ofboðslega mikið að hekla og mikla ró.

Þetta er s.s risaeðluhúfa sem ég keypti á Etsy/dinosaur hat, ég sat heilu kvöldin með Youtube fyrir framan mig að æfa mig í að gera loftlykkjur og fastapinna, einnig reyndi ég að skoða fleiri video þar inni og svo var bara að klóra sig áfram.

Í dag þegar ég skoða húfuna þá finnst mér kambarnir allt of stórir, í húfunum sem ég heklaði um daginn þá fyllti ég kambana og hafði þá töluvert minni.

Garnið er Abuelita (merino worsted) frá Handprjón og fyrirsætan er Nikulás, litla gullið mitt :)

No comments:

Post a Comment