“Crochet gives me an inner peace that I treasure each and every day.” – Judith Ferrett

Saturday, March 3, 2012

Afmælisveisla Kára - 6 ára





Kakan neðst er regnbogakaka en ég klikkaði á því að taka mynd eftir að búið var að skera fyrstu sneiðina, þetta eru 6 botnar sem ég setti saman, ansi há og með rjómaostakremi utaná.

Ég man ekki alveg hvaðan ég fékk uppskriftina en hún fylgir hér fyrir neðan, á miðju myndinni eru brownies með geim myndum sem ég fann á netinu, prentaði út, gataði og límdi tanstöngla aftan á. Myndin efst segir sig sjálft.


Regnbogakaka

2 og 1/4 bolli hveiti
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
1 og 1/4 bolli mjólk
4 stór egg
1 bolli sykur
2 tsk  rifinn sítrónubörkur
8 matskeiðar mjúkt smjör
1/2 teskeið sítrónudropar
Matarlitur

Aðferð

Hitið ofninn í 180 gráður.
Berið smjör inn í tvö kringlótt meðalstór kökumót. Sigtið saman hveiti, lyftiduft og salt. Hrærið saman eggjahvítur og mjólk í annarri skál. Hrærið saman smjör, sítrónubörk og sykur í hrærivél á fullum hraða í um 3 mínútur eða þar til blandan er orðin létt og loftkennd. Bætið sítrónudropunum samanvið. Hrærið hveitiblönduna smátt og smátt saman við þetta til skiptis við eggja- og mjólkurblönduna. Hrærið blönduna á meðalhraða í um 2 mínútur eða þar til deigið er orðið vel blandað.

Ákveðið hvað á að hafa mörg lög af litum. Skiptið deiginu upp í hluta eftir því hvað þið viljið hafa marga liti. Litið hvern hluta af deigi með sínum lit. Ég nota matarliti frá Wilton, en þeir fást í bökunardeildinni í Húsasmiðjunni/Blómaval. Það eru litir úr geli og þarf mjög lítið af þeim til að ná fram sterkum lit. Ef þið ætlið að notast við Wilton matarlit byrjið þá á því að dýfa tannstöngli ofan í matarlitinn og hræra svo tannstönglinum samanvið deigið. Endurtakið ef þið viljið fá sterkari lit. Bakið hverja litaða deigblöndu fyrir sig í ca. 20 mínútur. Leyfið kökunni að kólna. Til þess að kakan haldi raka er best að setja plastfilmu yfir kökuna um leið og hún hefur kólnað nægilega vel og geyma á  köldum stað. 

Frostingkrem 

600 gr rjómaostur
15 tsk mjúkt smjör
6 tsk vanilludropar
6 bollar flórsykur

Hrærið rjómaostinn þar til hann er orðinn mjúkur, bætið því næst við smjörinu og vanilludropunum. Bætið flórsykrinum smám saman við blönduna og hrærið vel.

Að setja kökuna saman

Leggið fjólubláa kökubotninn á kökudisk. Smyrjið þunnu lagi af apríkósusultu á kökubotninn og smyrjið svo þunnu lagi af stífþeyttum rjóma þar ofan á. Leggið bláa kökubotninn ofan á. Smyrjið þann botn aftur með apríkósusultu og svo þar yfir með frostingkreminu. Endurtakið leikinn með þá kökubotna sem eftir eru og skiptist á að smyrja með þeyttum rjóma og frostingkremi á milli laga. Til þess að kakan tolli betur saman er gott að kæla hana inn á milli. Þegar öll lögin eru komin má smyrja kökuna að utan með örþunnu lagi af frostingkremi og setjið í kæli í 20 mínútur. Að lokum má taka kökuna úr kæli og smyrja hana að utan með þykkara lagi af frosting kremi og dreifa kókosmjöli yfir kökuna. 

No comments:

Post a Comment