“Crochet gives me an inner peace that I treasure each and every day.” – Judith Ferrett

Monday, October 22, 2012

Sunnudagslærið


Eitt af því sem ég elska við haustin eru nýslátruðu lömbin og verða þau því oft fyrir valinu hjá okkur á sunnudögum. Í gær fórum við í seinna fallinu að versla því húsmóðirin gat ekki hætt að hekla... ;)
Nikulás litli sofnaði í bílnum rétt áður en við ætluðum í heimsókn og þess vegna brunuðum við heim og ég stökk inn og kryddaði lambið meðan Nikulás svaf og auðvitað var pabbinn hjá honum á meðan.

Ég skar niður tvo lauka, gulrætur, sellerí og hvítlauk og setti í botninn á pottinum. Skar djúpar raufar í lærið og stakk hvítlauk sem ég var búin að skera gróft niður. Því næst nuddaði ég lambið vel með góðri olíu, kryddaði með salti, sítrónupipar, rósarpipar og bezt á lambið. Svo fékk lærið að dúsa í pottinum með lokinu á eldhúsborðinu í tvo tíma meðan við skruppum í heimsókn.

Þegar við komum heim tók á móti okkur unaðsleg lykt sem sveimaði um alla íbúðina.

Ég byrja alltaf á því að loka kjöti og skellti því inn í 200° heitan ofn í 20 mín, svo lækkaði ég hitann niðrí 150° og lærið (2,6 kg) fékk að dúsa áfram í 80 mín.

Ég á því miður ekki fleiri myndir, vorum orðin svo svöng, þessi verður bara að duga !

Með þessu bar ég fram grófar, stórar franskar, gular baunir, rauðbeður, grænmeti úr pottinum, ferskt salat og 1 líter af brúnni sósu, ég notaði soðið úr pottinum ásamt helmingnum af grænmetinu sem ég skellti í matvinnsluvél, það er einnig hægt að nota töfrasprota.

Það er nógur afgangur fyrir kvöldið í kvöld, allt úthugsað svo húsmóðirin geti heklað með CAL hópnum sínum eftir vinnu í dag ;)


Thursday, October 18, 2012

CAL - Crochet A Long (Samhekl)


Ég ákvað að vera með í Samhekli eftir að hafa fylgst með stelpunum í hópnum setja inn myndir af garninu sem þær völdu. 
Ástæðan fyrir því að ég stökk ekki strax til var sú, að á sama tíma var ég að vesenast með annað teppi sem mig langaði að hekla og auðvitað keypti ég garn í bæði teppin :)

CAL – samheklið lýsir sér þannig að hópurinn heklar sama teppið Vintage CrochetedThrow & Afghan og svo getum við rætt saman, hist eða deilt myndum.

Ég  valdi Léttlopann og haustlitina í teppið mitt, keypti 21 dokku, 3 í hverjum lit. Dauðlangaði í Cascade 220 garnið úr Handprjón og ég varð að bíta mig fast í handarbakið til að stoppa mig af.


Ég byrjaði að hekla á mánudagskvöldinu og staðan var þessi næsta dag um 16-leytið. Um kvöldið náði ég að hekla 5 umferðir og í gærkvöldi 7. Samkvæmt uppskrift eru 65 umferðir en ég reikna með að bæta við það. Eftir að hafa reiknað gróflega afköstin næstu daga þá ætti ég að vera búin með 60 umferðir á sunnudaginn  :) 


Ég heklaði ekki nema 4 umferðir í kvöld og þá er ég búin með alls 31 umferð, þetta mjakast..


Nikulás kom sér vel fyrir undir teppinu þegar ég ætlaði að taka mynd :)


21.10 - Búin með 60 umferðir og nú á ég bara 20 umferðir eftir :)TILBÚIÐ ! Tók viku að hekla teppið og stærðin er 100 x 130 :)Tuesday, October 16, 2012

Bolognese


Það finnst öllum á mínu heimili Spaghettí Bolognese gott og sérstaklega honum Nikulási, það var tímabil þegar hann borðaði fátt annað og þá bjó ég til baby-version og frysti. Hér fyrir neðan er aðferðin mín :)
Ég byrja á því að steikja rauðlauk og gulrætur í smá olíu og stundum annað grænmeti sem til er í ísskápnum. Í þetta skiptið bætti ég við blaðlauk og grænni papríku.
Bjó til pláss í miðjunni og steikti hakkið og blanda svo öllu saman. Hendi útí oreganó og basil og steiki aðeins saman.
Svo fer tómatmaukið útí og ég hita það og blanda síðan við hakkblönduna.
Eftir það fer hvítlaukurinn útí og ég steiki aðeins saman.

 Bý til pláss í miðjunni fyrir rauðvínið og Worcestershire  og blanda svo saman.

 Svo fara tómatarnir útí...

 Og í lokin mjólkin og svo leyfi ég þessu að malla í hálftíma og krydda með salti og pipar.
Borið fram með spaghettí, hvítlauksbrauði og nýrifnum parmesan.

Innihald:
1 stór rauðlaukur
5-6 rifnar gulrætur
1 kg nautahakk
1-2 msk þurrkað oreganó
1-2 msk þurrkað basil
1 dós (6 ounce) tomato paste
6 hvítlauksrif
1 bolli rauðvín
2 msk Worcestershire sauce
2 dósir (28 ounce) Whole Tomatoes
1 bolli mjólk
Salt & Pipar