“Crochet gives me an inner peace that I treasure each and every day.” – Judith Ferrett

Tuesday, October 16, 2012

Bolognese


Það finnst öllum á mínu heimili Spaghettí Bolognese gott og sérstaklega honum Nikulási, það var tímabil þegar hann borðaði fátt annað og þá bjó ég til baby-version og frysti. Hér fyrir neðan er aðferðin mín :)
Ég byrja á því að steikja rauðlauk og gulrætur í smá olíu og stundum annað grænmeti sem til er í ísskápnum. Í þetta skiptið bætti ég við blaðlauk og grænni papríku.
Bjó til pláss í miðjunni og steikti hakkið og blanda svo öllu saman. Hendi útí oreganó og basil og steiki aðeins saman.
Svo fer tómatmaukið útí og ég hita það og blanda síðan við hakkblönduna.
Eftir það fer hvítlaukurinn útí og ég steiki aðeins saman.

 Bý til pláss í miðjunni fyrir rauðvínið og Worcestershire  og blanda svo saman.

 Svo fara tómatarnir útí...

 Og í lokin mjólkin og svo leyfi ég þessu að malla í hálftíma og krydda með salti og pipar.
Borið fram með spaghettí, hvítlauksbrauði og nýrifnum parmesan.

Innihald:
1 stór rauðlaukur
5-6 rifnar gulrætur
1 kg nautahakk
1-2 msk þurrkað oreganó
1-2 msk þurrkað basil
1 dós (6 ounce) tomato paste
6 hvítlauksrif
1 bolli rauðvín
2 msk Worcestershire sauce
2 dósir (28 ounce) Whole Tomatoes
1 bolli mjólk
Salt & Pipar


No comments:

Post a Comment