“Crochet gives me an inner peace that I treasure each and every day.” – Judith Ferrett

Saturday, September 29, 2012

Tröppustóll fær nýtt líf !


Gömlu eldhússtólarnir voru orðnir svooo þreyttir og ég veit ekki hversu oft ég hef þurft að stíga á þá til að komast uppí efstu skápana í eldhúsinu. Við fengum okkur nýja eldhússtóla um daginn og ég var alveg ákveðin í því að ég myndi ekki nota þá til að stíga á. Ég keypti mér Bekvam tröppustól í Ikea og gaf honum nýtt líf !


Keypti orange bæs í Byko og svamp pensil.


Bæsaði stólinn með hjálp Nikulásar, hann var annað hvort rífa niður allan klósettpappírinn og henda í klósettið eða inní skápnum undir vaskinum að opna allar ilmvatnsprufur sem eru þar í körfu *andarp*



Notaði kvöldið/nóttina á undan til að pæla í útfærslu, litum og munstri, mældi og skar út skrapp pappír. Einnig er hægt að nota veggfóður, gamal eða nýtt en ég var hrifnari af skrapp pappírnum.



Búin að líma skrapp pappírinn með föndurlími og betri helmingurinn minn spreyjaði stólinn með glæru lakki.



Ótrúlega ánægð með stólinn og hann á sko heldur betur eftir að nýtast vel á þessu heimili ! :)

2 comments:

  1. Takk :) Nikulás litli er sjúkur í að reyna að rífa pappírinn af, stóllinn kominn inn í þvottahús þar sem hann bíður lagfæringar.

    Hinn kollurinn kemur að góðum notum á meðan :)

    ReplyDelete