“Crochet gives me an inner peace that I treasure each and every day.” – Judith Ferrett

Thursday, January 26, 2012

Vanillu hindberjabollakökur
Þessa uppskrift fann ég í einhverju Gestgjafa blaði, ein af mínum uppáhalds, svo ferskar og góðar.

Hér er uppskriftin:

100 gr smjör, mjúkt
140 gr sykur
2 egg, stór
240 gr hveiti
1 tsk lyftiduft
1/4 tsk salt
1 jógúrt (með eða án bragðefna)
1 tsk vanilludropar

250 gr jarðarber eða önnur ber
3 msk pistasíur eða hesilhnetur
2-3 msk sykur

Hitið ofninn í 180°
Hrærið saman smjör og sykur þar til blandan er létt og loftkennd. Bætið eggjum út í, einu í einu, og hrærið mjög vel saman.
Sigtið hveiti og lyftiduft saman og bætið út í, ásamt jógúrt og vanilludropum. Blandið öllu saman með sleikju. Setjið deigið í múffuform og stingið berjum í deigið og sáldrið sykri og hnetum ofan á. Bakið kökurnar í miðjum ofni í 15 mín eða þangað til þær eru gullinbrúnar. Múffurnar eru bestar nýbakaðar en má gjarnan frysta :)

Sunday, January 15, 2012

Bollakökur fyrir afmæli Arons Fannars


Gulrótarbollakökur og Súkkulaði hindberja bollakökur með sykurmassaskreytingu sem ég man ekki lengur hvað átti að vera :)

Saturday, January 7, 2012

Skvísu-Matarboð


Forréttur

Laxatartar með Kóríander og tobikko hrognum.

Milliréttur

Grillaður humar í basil-hvítlaus-olíu-smjöri

Aðalréttur

Hágæða hreindýrafillet, villibráðasósa, grillaðir portobello sveppir, sætar kartöflur m/kúmen, fersku basil og gráðosti og salat með perum og parmaskinku.

Eftirréttur

Heimabakaðar súkkulaði-hindberja bollakökur með hindberjkremi