“Crochet gives me an inner peace that I treasure each and every day.” – Judith Ferrett

Thursday, January 26, 2012

Vanillu hindberjabollakökur




Þessa uppskrift fann ég í einhverju Gestgjafa blaði, ein af mínum uppáhalds, svo ferskar og góðar.

Hér er uppskriftin:

100 gr smjör, mjúkt
140 gr sykur
2 egg, stór
240 gr hveiti
1 tsk lyftiduft
1/4 tsk salt
1 jógúrt (með eða án bragðefna)
1 tsk vanilludropar

250 gr jarðarber eða önnur ber
3 msk pistasíur eða hesilhnetur
2-3 msk sykur

Hitið ofninn í 180°
Hrærið saman smjör og sykur þar til blandan er létt og loftkennd. Bætið eggjum út í, einu í einu, og hrærið mjög vel saman.
Sigtið hveiti og lyftiduft saman og bætið út í, ásamt jógúrt og vanilludropum. Blandið öllu saman með sleikju. Setjið deigið í múffuform og stingið berjum í deigið og sáldrið sykri og hnetum ofan á. Bakið kökurnar í miðjum ofni í 15 mín eða þangað til þær eru gullinbrúnar. Múffurnar eru bestar nýbakaðar en má gjarnan frysta :)

No comments:

Post a Comment