“Crochet gives me an inner peace that I treasure each and every day.” – Judith Ferrett

Thursday, September 29, 2011

Fröken Reykjavík 2011



Þessi uppskrift frá Thelmu Þorbergsdóttir vann bollakökukepnina "Fröken Reykjavík 2011"

Kanilbomba

Hráefni
125 gr smjör við stofuhita
200 g sykur
170 gr hveiti
1 tsk vanilludropar
2 stór egg
2 tsk lyftiduft
Smá dass af salti
120 ml mjólk
1 cup púðursykur (dökkbrúni) blandað með 1.5 tsk kanil, þetta er hrært saman.
(ef þú vilt hafa kökuna extra blauta er gott að setja vanillubúðing bara innihaldið í pakkanum út í kökudeigið kannski 1/2 pakka)

Þeir sem vilja fara einfalda leið þá er hægt að kaupa yellow cake mix og blanda það saman við
3 egg
1 cup vatn
126gr smjör brætt

Ofninn hitaður í 180 gráður

Hrærið saman sykrinum og smjörinu vel saman bætið svo eggjunum saman við og hrærið vel þangað til blandan verður mjúk og fín. Blandið hveiti, lyftidufti og salti saman í skál og hrærið saman við, bæti því saman við ásamt mjólkinni, vanilludropunum smá og smá í einu og hræra vel á milli. Hrærið svo á miklum hraða í ca. 2 mín.
Setjið deigið í ca 1/4 af muffins forminu. Setjið svo 1 tsk af kanil/púðursykrinum ofan í og setjið svo aðra skeið af deiginu yfir, setjið aftur 1 tsk af kanil/púðursykri yfir (reyndu að fylla muffins mótið ekki meira en 2/3) takið hníf og hringsnúið honum í gegnum deigið til þess að blanda saman deiginu og kanil/púðursykrinum.

Bakið í ca 15 mín. Kælið.

Krem
(ef þú vilt hafa mikið krem gerið þá tvöfalt)
225 gr rjómaostur, mjúkur
125gr smjör, við stofuhita best að hafa það aðeins mjúkt
1 tsk vanilludropar
3 cups flórsykur

Blandið saman rjómaostinum, smjöri og vanilludropum þangað til það er orðið mjúkt og fínt. Setjið því næst flórsykur, hafið hrærivélina stillta á litlum hraða og bætið smá og smá út í, hrærið vel á milli. Skafið hliðarnar úr hrærivélinni vel og hrærið á miklum hraða í ca 2 mín.
Setjið kremið á cupcakes og setjið inn í ísskáp þangað til
kanil/púðursykurgljáinn er tilbúinn.

Gljái:
125gr smjör
1cup púðursykur
1.5 tsk kanill
Setjið smjörið, púðursykurinn og kanilinn í lítinn pott yfir meðal hita og bræðið saman. Passið að má ekki fara að sjóða upp á blöndunni. Setjið 1 tsk eða eins og þú vilt yfir cupcakes og setjið strax inn í ísskáp þangað til gljáinn hefur náð að storkna. 

Sunday, September 18, 2011

Bláberjabollakökur með smjörkremi bragðbætt með cheese cake bragði



Sama uppskrift og Bláberjabollakökur, en þarna bjó ég til smjörkrem og bragðbætti með cheese cake bragði, kom ágætlega út.

Friday, September 16, 2011

Gulrótarbollakökur með rjómaostakremi





Gulrótarbollakökur, mjúkar og bragðgóðar (12 stk).

1 og ¼ bolli hveiti
1 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
1 tsk kanill
Pínu múskat                
½ tsk salt                                           
2 egg                                                 
100 ml olía
½ bolli sykur
½ bolli púðursykur
1 tsk vanilludropar
Sítrónubörkur, saxaður smátt
1 ½ bolli gulrætur

Hitið ofninn í 170°. 
Setjið öll þurrefni saman í skál. Þeytið saman egg, olíu sykur og vanilludropum. Hrærið út í gulrótum og sítrónuberki með sleif. Setjið í muffisform og bakið í cirka 16-18 mínútur.

Rjómaostakrem

225 gr rjómaostur
125 gr ósaltað smjör
2 tsk vanilludropar
400 gr flórsykur

Tuesday, September 13, 2011

Nautalund...



Nautalund maríneruð í olíu, hvítlauk, chilli, sérrí, tómatmauki, soja, balsamedik, hunangi, sinnepsfræjum og svörtum pipar og svo GRILLUÐ á funheitu grilli, með Röstí kartöflum, hvítlauksgrilluðum portobellosveppum, Caprese salati og homemade bernais :)

Sunday, September 11, 2011

Hægelduð purusteik




Ég eldaði 3 kg svínabóg, setti hann í ofnpott með fituhliðina niður, kryddaði, hellti vatni upp að miðri steik og inní ofn í 20 mín við 200° hita.
Lækkaði hitann niðrí 150°, tók steikina úr pottinum skellti henni á bretti með fituhliðina upp og skar í puruna, kryddaði með salti, pipar, líka á milli í raufarnar ásamt negulnöglum og lárviðarlaufum.
Ég hellti vatninu frá og skolaði aðeins innan úr pottinum áður en ég setti steikina aftur í ásamt smá vatni, kannski nokkrum negulnöglum og einu lárviðarlaufi, einnig er ágætt að setja eitthvað undir steikina svo hún verði alveg flöt.
Þarna fékk hún að dúsa í helst 4 tíma með lokið á en síðasta klukkutímann tók ég lokið af og hækkaði aðeins hitann svo puran poppaðist.
Soðið sem kemur af steikinni er alveg himneskt og það er skylda að nota það í sósuna !

Saturday, September 10, 2011

Villibráðaveisla




Gæsabringur & Hreindýr.
Sætar kartöflur með basil, tómötum og gráðosti.
Salat með grilluðum perum, pekan hnetum, ferskum mozzarella og parmaskinku.
Grillaðir portobello sveppir í hvítlaukssmjöri.
Villibráðasósa..

Friday, September 9, 2011

Grilluð kjúklingabringa í krydd maríneringu




Ég marínera yfirleitt 4 kjúklingabringur í ca einn bolla af olíu, 2-3 msk balsamedik, 2-3 msk kryddolía frá pottagöldrum, 5 hvítlauksrif (skorið í þunnar sneiðar), 1 rautt chilli, steinselja, salt & pipar.

Sætar kartöflur og salat ! :)

Thursday, September 8, 2011

Bláberjabollakökur með sætum bláberjarjóma og bleikum súkkulaði hjörtum




Uppskrift: 

115 gr smjör 
1 1/4 bolli sykur 
2 egg 

2 bollar hveiti
1 tsk salt 
2 tsk lyftiduft 
1/2 bolli mjólk
1/2 - 1 tsk vanilludropar

2 bollar bláber (frosin eða fersk) 

Aðferð:

Þeytið smjör og sykur saman þar til blandan lýsist, bætið eggjunum útí einu og einu og hrærið vel á milli. Þeytið þessu vel saman þangað til ykkur finnst blandan orðin loftmikil og ljós.
Bætið þurrefnum + mjólk útí og hrærið þar til það er blandað. Engin ástæða er að hræra kökudeig lengur en bara til að það blandist vel saman.
Bakið í ofni við 180°C í 30-40 mínútur. Mínar muffins voru inni í 42 mínútur en séu notuð fersk, ófrosin ber þá mun bökunartíminn vera styttri.

Rjómi
2 dl rjómi
15 gr sykur
¼ tsk vanilludropar 

Saturday, September 3, 2011

Humar Tagliatelle


Byrjaði á því að ofnbaka samtals 6 gula og rauða tómata í olíu, kryddaða með salti, pipar og Italian Rub frá Nomu.
Steikti humar á pönnu í 100 gr. af smjöri og tók frá, sitt í hvoru lagi.
Saxaði 3-4 skarlottlauka, 5-6 hvítlauksrif, 1 rauðan stóran chilli og steinselju og steikti uppúr olíu. Hellti humarsmjörinu útí, bætti við tómatmaukinu, 1-2 dl hvítvíni og hálfri sítrónu og lét malla í nokkrar mínútur..
Bætti humrinum útí og svo er algjört möst að bera fram með nýrifnum parmesan og saxaðri steinselju !