“Crochet gives me an inner peace that I treasure each and every day.” – Judith Ferrett

Thursday, September 8, 2011

Bláberjabollakökur með sætum bláberjarjóma og bleikum súkkulaði hjörtum




Uppskrift: 

115 gr smjör 
1 1/4 bolli sykur 
2 egg 

2 bollar hveiti
1 tsk salt 
2 tsk lyftiduft 
1/2 bolli mjólk
1/2 - 1 tsk vanilludropar

2 bollar bláber (frosin eða fersk) 

Aðferð:

Þeytið smjör og sykur saman þar til blandan lýsist, bætið eggjunum útí einu og einu og hrærið vel á milli. Þeytið þessu vel saman þangað til ykkur finnst blandan orðin loftmikil og ljós.
Bætið þurrefnum + mjólk útí og hrærið þar til það er blandað. Engin ástæða er að hræra kökudeig lengur en bara til að það blandist vel saman.
Bakið í ofni við 180°C í 30-40 mínútur. Mínar muffins voru inni í 42 mínútur en séu notuð fersk, ófrosin ber þá mun bökunartíminn vera styttri.

Rjómi
2 dl rjómi
15 gr sykur
¼ tsk vanilludropar 

No comments:

Post a Comment