“Crochet gives me an inner peace that I treasure each and every day.” – Judith Ferrett

Saturday, November 17, 2012

Vinkonu afmælismatarboðið 15.september


 Grillaðar kjúklingalundir með Coriandercoco sósu


 Ég pantaði sushi-ið hjá Tokyo sushi en laxatartarinn bjó ég til sjálf


 Steikarsalat, sama og þetta en ég prófaði í fyrsta skipti að nota Flank steik sem ég keypti í kjötverslun
 Ég bakaði Funfetti köku, notaði hringamót til að skera út og setti þær í barnamatarkrukkur og ofan á fór mars- og hindberjakrem. Auðvitað föndraði ég sjálf allt skrautið :)


 Vantar tvær vinkonur á myndirnir sem komu aðeins seinna og gleymdist að taka mynd af :/

Thursday, November 15, 2012

Kjúklingur- Chorizo


Ég eldaði súper einfaldan en súper ljúffengan kjúklingarétt fyrir fjölskylduna í kvöld.

Ég setti kjúklingalæri í ofnskúffu, skar kartöflur í fernt og stráði yfir kjúklinginn. Svo fór dash af olíu og ég nuddaði bitana og kartöflurnar, skar niður rauðlauk gróft og chorizo pyslu í sneiðar og svo í fernt og stráði yfir. Að lokum kryddaði ég með salti, pipar, oreganó og rifnum appelsínubörk og skellti inní ofn á 180 gráðir í klukkutíma.


Dásamlega gott :)

Wednesday, November 14, 2012

Fyrsta Krían mín :)


Ég er í hópnum Handóðir heklarar á Facebook og þar gengur yfir algjört Kríu æði. Ég er svo áhrifagjörn og nýbúin að vera í samhekli þannig að ég gat ekki annað en að smitast af þessari dásemd. En uppskriftina má finna í Þóru - heklbók.

Nýtt garn var að lenda í garnversluninni Handprjón, garn sem tók 2 ár að fá að gerast viðskiptavinir og 6 mánuða bið eftir fyrstu sendingu. Geggjað merino ullar garn sem var alveg tilvalið fyrir Kríuna mína, garnið heitir Madelinetosh en ég keypti einnig dokku af gráu Abuelita - Merino Lace til að hafa það röndótt :)

Ég keypti garnið á mánudaginn og byrjaði að hekla úr því um kvöldið en eftir cirka 3 umferðir festist garnið þannig að ég losaði aðeins úr miðjunni. Fljótlega festist það aftur og ég losaði aðeins meir úr miðjunni og svo festist það aftur og þá reyndi ég að ýta því út hinu megin og þá var skaðinn skeður, þvílíka flækjan, OMG !

Ég klippti á garnið og notaði endann sem lá utan á dokkunni og hélt áfram að hekla en það truflaði mig samt mikið að sjá þessa lausu garnaflækjuklessu í miðjunni.

Ég brunaði inní Hafnarfjörð í Handprjón daginn eftir í hádeginu og það tók okkur Ernu, starfsmann Handprjón um klukkutíma að byrjað að leysa flækjuna og auðvitað þurfti ég að rekja upp það sem ég var byrjuð á, ég varð síðan að bruna aftur í vinnuna en fór aftur eftir vinnu inní Hafnarfjörð og hélt áfram ásamt Ernu.

Vorum 2 tíma að leysa flækjuna og ég verð að viðurkenna að á tímabili var ég við það að henda garn flækjunni og kaupa mér nýtt. En það var vegna þolinmæði Ernu að við kláruðum að leysa 380 metra flækju.

Ótrúlega stolt af mér að halda þetta út og þakklát Ernu fyrir hjálpina ! :)
Sunday, November 11, 2012

Fyrsta heklaða sjal/klútur :)


Núna þegar fer að kólna er svo notalegt að vera með eitthvað hlýtt um hálsinn. Ég féll fyrir þessu sjali fyrir löngu síðan á blogginu hennar Elínar, keypti mér garnið 7 bræður niðrí Handprjón síðasta mánudag og kláraði að hekla sjalið/klútinn í gær. Fljótlegt og fallegt :)

Thursday, November 8, 2012

Nikulás 2 ára :)


Það er svo gaman þegar mikið er að gera og allt gengur upp !
En fyrir utan að undirbúa afmælisveisluna þá var ég einnig að undirbúa búningakeilu fyrir vinnuna og svo auðvitað að sinna fjölskyldunni og heimilisstörfum.

En þetta gekk allt saman vel og okkur finnst ótrúlegt að litli gullmollinn okkar skuli vera orðinn 2 ára, skil ekkert hvað varð af þessum tíma :)
Hér fyrir neðan koma myndir af veitingum og ein af afmælisbarninu.Ég keypti myndina...
Bakaði tvo botna úr kökumixi og bjó til smjörkrem sem ég setti á milli og utan um kökuna
Uglu bollakökurnar bjó ég til úr Oreo kexi, m&m og Ganache kremi
Tengdamamma bjó til þessa köku, svokölluð „græna kakan“ sem er græn möndlukaka með súkkulaðikremi
Svo bjó ég til þessar keilur og fyllti með nammi og pakkaði frauðplasti inn og festi með grillpinnum sem ég klippti til.

Einnig sést glitta í svínaloku en brauðin sem við bökuðum voru heldur stór og þétt þannig að við settum eingöngu á helminginn, hægeldaður svínahnakki í bbq með bleiku salati og kálblaði.

Það sést líka aðeins í gulrótrkökuna en ég hef ekki hugmynd af hverju ég bjó ekki til bollakökur úr deiginu, þetta var ekki alveg ég að baka í ferköntuðu móti og skera í ferninga :/

Svo voru einnig heitir réttir, og pizzasnúðar og skinkuhorn sem við bökuðum að sjálfsögðu sjálf :)
Ég held að ég get alveg sagt fyrir hönd Nikulásar að hann hafi verið ánægður með afmælið sitt. Ég hef sjaldan séð hann hlægja jafn hátt og skemmta sér vel !