“Crochet gives me an inner peace that I treasure each and every day.” – Judith Ferrett

Thursday, November 15, 2012

Kjúklingur- Chorizo


Ég eldaði súper einfaldan en súper ljúffengan kjúklingarétt fyrir fjölskylduna í kvöld.

Ég setti kjúklingalæri í ofnskúffu, skar kartöflur í fernt og stráði yfir kjúklinginn. Svo fór dash af olíu og ég nuddaði bitana og kartöflurnar, skar niður rauðlauk gróft og chorizo pyslu í sneiðar og svo í fernt og stráði yfir. Að lokum kryddaði ég með salti, pipar, oreganó og rifnum appelsínubörk og skellti inní ofn á 180 gráðir í klukkutíma.


Dásamlega gott :)

No comments:

Post a Comment