“Crochet gives me an inner peace that I treasure each and every day.” – Judith Ferrett

Wednesday, November 14, 2012

Fyrsta Krían mín :)


Ég er í hópnum Handóðir heklarar á Facebook og þar gengur yfir algjört Kríu æði. Ég er svo áhrifagjörn og nýbúin að vera í samhekli þannig að ég gat ekki annað en að smitast af þessari dásemd. En uppskriftina má finna í Þóru - heklbók.

Nýtt garn var að lenda í garnversluninni Handprjón, garn sem tók 2 ár að fá að gerast viðskiptavinir og 6 mánuða bið eftir fyrstu sendingu. Geggjað merino ullar garn sem var alveg tilvalið fyrir Kríuna mína, garnið heitir Madelinetosh en ég keypti einnig dokku af gráu Abuelita - Merino Lace til að hafa það röndótt :)

Ég keypti garnið á mánudaginn og byrjaði að hekla úr því um kvöldið en eftir cirka 3 umferðir festist garnið þannig að ég losaði aðeins úr miðjunni. Fljótlega festist það aftur og ég losaði aðeins meir úr miðjunni og svo festist það aftur og þá reyndi ég að ýta því út hinu megin og þá var skaðinn skeður, þvílíka flækjan, OMG !

Ég klippti á garnið og notaði endann sem lá utan á dokkunni og hélt áfram að hekla en það truflaði mig samt mikið að sjá þessa lausu garnaflækjuklessu í miðjunni.

Ég brunaði inní Hafnarfjörð í Handprjón daginn eftir í hádeginu og það tók okkur Ernu, starfsmann Handprjón um klukkutíma að byrjað að leysa flækjuna og auðvitað þurfti ég að rekja upp það sem ég var byrjuð á, ég varð síðan að bruna aftur í vinnuna en fór aftur eftir vinnu inní Hafnarfjörð og hélt áfram ásamt Ernu.

Vorum 2 tíma að leysa flækjuna og ég verð að viðurkenna að á tímabili var ég við það að henda garn flækjunni og kaupa mér nýtt. En það var vegna þolinmæði Ernu að við kláruðum að leysa 380 metra flækju.

Ótrúlega stolt af mér að halda þetta út og þakklát Ernu fyrir hjálpina ! :)




No comments:

Post a Comment