“Crochet gives me an inner peace that I treasure each and every day.” – Judith Ferrett

Saturday, December 24, 2011

JólaostakarfaÆtlaði að vera voðalega hagsýn með þessa jólagjöf, keypti ýmislegt í ostabúðinni, bambus diskinn í rúmfatalagernum, jólaosta, toffifee, súkkulaði jólasveina í matvöruverslun, geisladisk og bjó til snjókallana úr sykurpúðum.
Þetta reyndist síðan vera með dýrustu gjöfunum sem við gáfum :/

Friday, December 16, 2011

Hreindýrabollakökur með Moniku
Litla frænkuskottið mitt bað mig um að baka með sér fyrir kökukeppni í skólanum, hún vildi baka bollakökur með lituðum sykurpúðum og jólalegar, útkoman var hreindýrið Rúdólf.

Hér er uppskriftin:

70 gr sykur

70 gr púðursykur

60 gr smjörlíki/smjör við stofuhita

1 egg

130 gr hveiti

1/4 tsk salt

1/2 tsk matarsódi

1/2 tsk lyftiduft

20 gr kakó

1 dl mjólk

Aðferð:
Hitið ofninn í 180
Þeytið smjör, sykur og púðursykur vel saman og svo egginu.

Bætið svo restinni af innihaldinu útí og hrærið saman, setjið í form og bakið í miðjum ofni á 10-12 mín.


Krem:
250 gr flórsykur
40 gr smjör brætt
40 gr kakó
1 tsk vanilludropar
1 stk egg
heitt vatn ef það þarf að þynna kremið aðeins.

Meðan kökurnar voru enn volgar, tókum við aðeins úr miðjunni og fylltum með litríkum litlum sykurpúðum sem við keyptum í Kosti.
Keypti rauðgyllt form í Allt í köku. Trýnið bökuðum við sjálfar og skárum út með hring móti, skreyttum með saltkringu, rauðri m&m kúlu, augun eru úr sykurmassa og augasteinninn með svörtum matartúss.


Wednesday, December 7, 2011

Vinaleikur í desember

Kakó í krús, með sykurpúðum.
Keypti krukkuna í Europris, borðann í Föndru og leiðbeiningarnar ofan á prentaði ég á skrapp pappír.
Innihaldið er blandað við egg, smjör og vanilludropa og útkoman eru litríkar smákökur


1 1/3 bolli hveiti
1 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
1/4 tsk salt
1 bolli haframjöl
3/4 bolli m&m
3/4 bolli súkkulaði dropar
1/2 bolli púðursykur
1/2 bolli sykur
1/3 – 1/2 bolli saxaðar pecan hnetur
Blandar hveiti lyftiduft og matarsóda létt saman og setur í þeirri röð eins og hér fyrir ofan.
Við þetta blandast
1 bolli alveg mjúkt smjör
1 egg
1 tsk vanilludropar
Bakast við 180° í 10 min.

Tuesday, December 6, 2011

Gulrótarbollakaka, bjó til gulrótina úr sykurmasssaGullrótarbollakaka, bjó til sykurmassa og litaði og mótaði svo með höndunum.

Friday, December 2, 2011

Mexíkó kjúklingasúpa með nachos, sýrðum rjóma og rifnum osti
400 gr kjúklingakjöt
1 msk olía
1 stk laukur
6 stk plómutómatar (diced tomatoes)
100 gr blaðlaukur
1 rauð papríka
1 gul papríka
1 stk grænt chilli
2 tsk papríkuduft
3 msk tómatpurre
1,5 lítri kjúklingasoð
2 dl salsa sósa (medium)
100 gr rjómaostur (2-4 msk)

MEÐLÆTI Í SÚPUNA
Sýrður rjómi
Nachos flögur
Rifinn ostur

AÐFERÐ
Steikið saman í olíu kjúklingakjötið, laukinn, blaðlaukinn, paprikuna, grænt chilli og plómutómatana. 
Bætið í paprikudufti og tómatpurré, blandið vel saman. Hellið saman við kjúklingasoðið og látið sjóða í 15- 20 mín við vægan hita. 
Bætið salsasósu í súpuna ásamt klípum af rjómaostinum. Látið sjóða í 3-5 mín við vægan hita. Berið súpuna fram með sýrðum rjóma, nachos flögum og rifnum osti.