“Crochet gives me an inner peace that I treasure each and every day.” – Judith Ferrett

Friday, December 16, 2011

Hreindýrabollakökur með Moniku




Litla frænkuskottið mitt bað mig um að baka með sér fyrir kökukeppni í skólanum, hún vildi baka bollakökur með lituðum sykurpúðum og jólalegar, útkoman var hreindýrið Rúdólf.

Hér er uppskriftin:

70 gr sykur

70 gr púðursykur

60 gr smjörlíki/smjör við stofuhita

1 egg

130 gr hveiti

1/4 tsk salt

1/2 tsk matarsódi

1/2 tsk lyftiduft

20 gr kakó

1 dl mjólk

Aðferð:
Hitið ofninn í 180
Þeytið smjör, sykur og púðursykur vel saman og svo egginu.

Bætið svo restinni af innihaldinu útí og hrærið saman, setjið í form og bakið í miðjum ofni á 10-12 mín.


Krem:
250 gr flórsykur
40 gr smjör brætt
40 gr kakó
1 tsk vanilludropar
1 stk egg
heitt vatn ef það þarf að þynna kremið aðeins.

Meðan kökurnar voru enn volgar, tókum við aðeins úr miðjunni og fylltum með litríkum litlum sykurpúðum sem við keyptum í Kosti.
Keypti rauðgyllt form í Allt í köku. Trýnið bökuðum við sjálfar og skárum út með hring móti, skreyttum með saltkringu, rauðri m&m kúlu, augun eru úr sykurmassa og augasteinninn með svörtum matartúss.


No comments:

Post a Comment