“Crochet gives me an inner peace that I treasure each and every day.” – Judith Ferrett

Thursday, November 8, 2012

Nikulás 2 ára :)


Það er svo gaman þegar mikið er að gera og allt gengur upp !
En fyrir utan að undirbúa afmælisveisluna þá var ég einnig að undirbúa búningakeilu fyrir vinnuna og svo auðvitað að sinna fjölskyldunni og heimilisstörfum.

En þetta gekk allt saman vel og okkur finnst ótrúlegt að litli gullmollinn okkar skuli vera orðinn 2 ára, skil ekkert hvað varð af þessum tíma :)
Hér fyrir neðan koma myndir af veitingum og ein af afmælisbarninu.



Ég keypti myndina...




Bakaði tvo botna úr kökumixi og bjó til smjörkrem sem ég setti á milli og utan um kökuna




Uglu bollakökurnar bjó ég til úr Oreo kexi, m&m og Ganache kremi




Tengdamamma bjó til þessa köku, svokölluð „græna kakan“ sem er græn möndlukaka með súkkulaðikremi




Svo bjó ég til þessar keilur og fyllti með nammi og pakkaði frauðplasti inn og festi með grillpinnum sem ég klippti til.

Einnig sést glitta í svínaloku en brauðin sem við bökuðum voru heldur stór og þétt þannig að við settum eingöngu á helminginn, hægeldaður svínahnakki í bbq með bleiku salati og kálblaði.

Það sést líka aðeins í gulrótrkökuna en ég hef ekki hugmynd af hverju ég bjó ekki til bollakökur úr deiginu, þetta var ekki alveg ég að baka í ferköntuðu móti og skera í ferninga :/

Svo voru einnig heitir réttir, og pizzasnúðar og skinkuhorn sem við bökuðum að sjálfsögðu sjálf :)




Ég held að ég get alveg sagt fyrir hönd Nikulásar að hann hafi verið ánægður með afmælið sitt. Ég hef sjaldan séð hann hlægja jafn hátt og skemmta sér vel !



3 comments:

  1. Flott afmælisborðið :) Sætar uglucupcakes og afmæliskakan ;) Algjör dúlla litli afmælisstrákurinn þinn. Til hamingju með litla gutta

    ReplyDelete
  2. Heppinn litli maður að fá svona flotta afmælisveislu.
    Til hamingju með hann c",)

    ReplyDelete