“Crochet gives me an inner peace that I treasure each and every day.” – Judith Ferrett

Monday, October 22, 2012

Sunnudagslærið


Eitt af því sem ég elska við haustin eru nýslátruðu lömbin og verða þau því oft fyrir valinu hjá okkur á sunnudögum. Í gær fórum við í seinna fallinu að versla því húsmóðirin gat ekki hætt að hekla... ;)
Nikulás litli sofnaði í bílnum rétt áður en við ætluðum í heimsókn og þess vegna brunuðum við heim og ég stökk inn og kryddaði lambið meðan Nikulás svaf og auðvitað var pabbinn hjá honum á meðan.

Ég skar niður tvo lauka, gulrætur, sellerí og hvítlauk og setti í botninn á pottinum. Skar djúpar raufar í lærið og stakk hvítlauk sem ég var búin að skera gróft niður. Því næst nuddaði ég lambið vel með góðri olíu, kryddaði með salti, sítrónupipar, rósarpipar og bezt á lambið. Svo fékk lærið að dúsa í pottinum með lokinu á eldhúsborðinu í tvo tíma meðan við skruppum í heimsókn.

Þegar við komum heim tók á móti okkur unaðsleg lykt sem sveimaði um alla íbúðina.

Ég byrja alltaf á því að loka kjöti og skellti því inn í 200° heitan ofn í 20 mín, svo lækkaði ég hitann niðrí 150° og lærið (2,6 kg) fékk að dúsa áfram í 80 mín.

Ég á því miður ekki fleiri myndir, vorum orðin svo svöng, þessi verður bara að duga !

Með þessu bar ég fram grófar, stórar franskar, gular baunir, rauðbeður, grænmeti úr pottinum, ferskt salat og 1 líter af brúnni sósu, ég notaði soðið úr pottinum ásamt helmingnum af grænmetinu sem ég skellti í matvinnsluvél, það er einnig hægt að nota töfrasprota.

Það er nógur afgangur fyrir kvöldið í kvöld, allt úthugsað svo húsmóðirin geti heklað með CAL hópnum sínum eftir vinnu í dag ;)


No comments:

Post a Comment