“Crochet gives me an inner peace that I treasure each and every day.” – Judith Ferrett

Thursday, October 18, 2012

CAL - Crochet A Long (Samhekl)


Ég ákvað að vera með í Samhekli eftir að hafa fylgst með stelpunum í hópnum setja inn myndir af garninu sem þær völdu. 
Ástæðan fyrir því að ég stökk ekki strax til var sú, að á sama tíma var ég að vesenast með annað teppi sem mig langaði að hekla og auðvitað keypti ég garn í bæði teppin :)

CAL – samheklið lýsir sér þannig að hópurinn heklar sama teppið Vintage CrochetedThrow & Afghan og svo getum við rætt saman, hist eða deilt myndum.

Ég  valdi Léttlopann og haustlitina í teppið mitt, keypti 21 dokku, 3 í hverjum lit. Dauðlangaði í Cascade 220 garnið úr Handprjón og ég varð að bíta mig fast í handarbakið til að stoppa mig af.


Ég byrjaði að hekla á mánudagskvöldinu og staðan var þessi næsta dag um 16-leytið. Um kvöldið náði ég að hekla 5 umferðir og í gærkvöldi 7. Samkvæmt uppskrift eru 65 umferðir en ég reikna með að bæta við það. Eftir að hafa reiknað gróflega afköstin næstu daga þá ætti ég að vera búin með 60 umferðir á sunnudaginn  :) 


Ég heklaði ekki nema 4 umferðir í kvöld og þá er ég búin með alls 31 umferð, þetta mjakast..


Nikulás kom sér vel fyrir undir teppinu þegar ég ætlaði að taka mynd :)


21.10 - Búin með 60 umferðir og nú á ég bara 20 umferðir eftir :)



TILBÚIÐ ! Tók viku að hekla teppið og stærðin er 100 x 130 :)



2 comments:

  1. Ég er virkilega hrifin af litasamsetningunni hjá þér Dagný. Ég er einmitt búin að vera að dásama haustlitina sem eru allt í kringum okkur.

    Geggjað! Hlakka til að sjá meir.

    ReplyDelete
  2. Ég er mjög ánægð með þetta litaval hjá mér og greinilega fleiri því ein í hópnum hefur valið sér nákvæmlega sömu liti og garn :)

    Sett allt ferlið hingað inn, næsta mynd kemur á sunnudaginn :)

    ReplyDelete