“Crochet gives me an inner peace that I treasure each and every day.” – Judith Ferrett

Sunday, September 11, 2011

Hægelduð purusteik




Ég eldaði 3 kg svínabóg, setti hann í ofnpott með fituhliðina niður, kryddaði, hellti vatni upp að miðri steik og inní ofn í 20 mín við 200° hita.
Lækkaði hitann niðrí 150°, tók steikina úr pottinum skellti henni á bretti með fituhliðina upp og skar í puruna, kryddaði með salti, pipar, líka á milli í raufarnar ásamt negulnöglum og lárviðarlaufum.
Ég hellti vatninu frá og skolaði aðeins innan úr pottinum áður en ég setti steikina aftur í ásamt smá vatni, kannski nokkrum negulnöglum og einu lárviðarlaufi, einnig er ágætt að setja eitthvað undir steikina svo hún verði alveg flöt.
Þarna fékk hún að dúsa í helst 4 tíma með lokið á en síðasta klukkutímann tók ég lokið af og hækkaði aðeins hitann svo puran poppaðist.
Soðið sem kemur af steikinni er alveg himneskt og það er skylda að nota það í sósuna !

No comments:

Post a Comment