“Crochet gives me an inner peace that I treasure each and every day.” – Judith Ferrett

Thursday, September 29, 2011

Fröken Reykjavík 2011



Þessi uppskrift frá Thelmu Þorbergsdóttir vann bollakökukepnina "Fröken Reykjavík 2011"

Kanilbomba

Hráefni
125 gr smjör við stofuhita
200 g sykur
170 gr hveiti
1 tsk vanilludropar
2 stór egg
2 tsk lyftiduft
Smá dass af salti
120 ml mjólk
1 cup púðursykur (dökkbrúni) blandað með 1.5 tsk kanil, þetta er hrært saman.
(ef þú vilt hafa kökuna extra blauta er gott að setja vanillubúðing bara innihaldið í pakkanum út í kökudeigið kannski 1/2 pakka)

Þeir sem vilja fara einfalda leið þá er hægt að kaupa yellow cake mix og blanda það saman við
3 egg
1 cup vatn
126gr smjör brætt

Ofninn hitaður í 180 gráður

Hrærið saman sykrinum og smjörinu vel saman bætið svo eggjunum saman við og hrærið vel þangað til blandan verður mjúk og fín. Blandið hveiti, lyftidufti og salti saman í skál og hrærið saman við, bæti því saman við ásamt mjólkinni, vanilludropunum smá og smá í einu og hræra vel á milli. Hrærið svo á miklum hraða í ca. 2 mín.
Setjið deigið í ca 1/4 af muffins forminu. Setjið svo 1 tsk af kanil/púðursykrinum ofan í og setjið svo aðra skeið af deiginu yfir, setjið aftur 1 tsk af kanil/púðursykri yfir (reyndu að fylla muffins mótið ekki meira en 2/3) takið hníf og hringsnúið honum í gegnum deigið til þess að blanda saman deiginu og kanil/púðursykrinum.

Bakið í ca 15 mín. Kælið.

Krem
(ef þú vilt hafa mikið krem gerið þá tvöfalt)
225 gr rjómaostur, mjúkur
125gr smjör, við stofuhita best að hafa það aðeins mjúkt
1 tsk vanilludropar
3 cups flórsykur

Blandið saman rjómaostinum, smjöri og vanilludropum þangað til það er orðið mjúkt og fínt. Setjið því næst flórsykur, hafið hrærivélina stillta á litlum hraða og bætið smá og smá út í, hrærið vel á milli. Skafið hliðarnar úr hrærivélinni vel og hrærið á miklum hraða í ca 2 mín.
Setjið kremið á cupcakes og setjið inn í ísskáp þangað til
kanil/púðursykurgljáinn er tilbúinn.

Gljái:
125gr smjör
1cup púðursykur
1.5 tsk kanill
Setjið smjörið, púðursykurinn og kanilinn í lítinn pott yfir meðal hita og bræðið saman. Passið að má ekki fara að sjóða upp á blöndunni. Setjið 1 tsk eða eins og þú vilt yfir cupcakes og setjið strax inn í ísskáp þangað til gljáinn hefur náð að storkna. 

No comments:

Post a Comment