“Crochet gives me an inner peace that I treasure each and every day.” – Judith Ferrett

Thursday, August 18, 2011

Bleikir kökupinnar





Nú ákvað ég að prófa sjálf frá grunni, ég bakaði grænu kökuna en að sjálfsögðu með rauðum matarlit og útkoman var bleik kaka. Ég lét hana kólna og reif hana svo niður í skál og blandaði vanillu kremi útí. Mótaði kúlur og skellti í frysti í ca 10-15 mín. Bræddi dökkan súkkulaðihjúp, keypti pinnana í Allt í köku og skrautið fékk ég í Partýbúðinni.
Hér er uppskriftin:

250 gr smjörlíki
250 gr hveiti
250 gr sykur
2 egg
1 tsk lyftiduft
1 tsk möndludropar
1 1/2 dl sjóðandi vatn
rauður matarlitur

Hrærið saman smjörlíki,sykur og svo eggjum. Bætið við möndudropum og matarlit, svo helming af hveiti og helming af vatni og í lokin blandið saman rest af hveiti og lyftiduft og bæta því við ásamt restinni af vatninu.

Bakið í 160° í ca 50 mín.

No comments:

Post a Comment