“Crochet gives me an inner peace that I treasure each and every day.” – Judith Ferrett

Tuesday, August 9, 2011

Fyrstu kökupinnarnir sem ég bjó til fyrir afmæli Katrínar






Ég man ekki alveg hver kveikjan var að kökupinnargerð, sennilega bara það að mig langaði að gera eitthvað annað en að baka "köku".

Uppskriftin er einföld:
1 Betty Crocker Djöflaköku- eða súkkulaðikökumix
400 g súkklaðikrem frá Betty Crocker
Hvítir súkkulaðidropar frá Nóa Síríus

Aðferð
Bakið Betty Crocker blönduna samkvæmt leiðbeiningum. Þegar kakan er orðin köld er hún tekin í sundur og mulin niður í skál. Kreminu er síðan bætt saman við með gaffli. Besta útkoman verður þegar blandan er kramin í höndunum, nauðsynlegt að vera í hönskum. Blandan á að vera þannig að hún festist ekki við hendurnar og ekki of þurr.  Ef farið er nákvæmlega eftir uppskriftinni ætti hún að vera fullkomin.
1. Mótið kúlur, setjið á smjörpappír og kælið í kæli í ca. 15-30 mínútur eða í frysti í 5 mínútur.
2. Kúlurnar eru teknar út, endanum á kökupinna dýft í súkkulaði og stungið í miðjuna á kúlunni. Kælið aftur þar til súkkulaðið á pinnanum er storknað.
3. Súkkulaði er brætt við meðalhita, litað með súkkulaðilitum og síðan notað til að hjúpa pinnana.
4. Skreytið að vild.

1 comment:

  1. A
    sjal

    is one of FinaSjalars passions total we have over a hundred.

    ReplyDelete