“Crochet gives me an inner peace that I treasure each and every day.” – Judith Ferrett

Sunday, December 2, 2012

Jóladagatal


Ég ákvað að búa til dagatal fyrir Nikulás því mér fannst ekkert henta honum af því sem var í boði í verslunum, en hugmyndina fékk ég á Pinterest.

Hann er með svo mikla sjóræningjadellu, byrjaði fyrst með Söngvaborg í kringum eins árs aldurinn en þá var hann svo sjúklega hræddur við eitt lagið sem sjóræningi syngur.


Í dag er hann bara pínu hræddur við sjóræningja en á móti mjög spenntur fyrir þeim. Ég fann fullkomið dót í Hagkaup til að fylla í hólfin en sumir kallarnir eru aðeins of stórir og sums staðar sést í smá sverð sem skiptir hann örugglega engu máli. Svo keypti ég blöðrur og smá hlaup og fann fullkominn stað fyrir dagatalið en það fékk ekki lengi að hanga þar í friði og er komið inní eldhús uppí hillu þar sem litlir fingur ná ekki í :)

2 comments: