“Crochet gives me an inner peace that I treasure each and every day.” – Judith Ferrett

Thursday, September 6, 2012

Vonbrigði dagsins !



Ég er búin að vera að leyta að Tandoori kryddinu frá RAJAH í allt sumar, mágkona mín kom með dollu uppí sumarbústað í byrjun sumarsins og eftir það var ég heltekin af kryddinu.
Ég er búin að leyta í öllum matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu og fékk það svar í einni versluninni að kryddið væri sennilega uppselt hjá birgjanum erlendis.
Fór að tala um þetta í vinnunni í gær og Ásta sem ég er að vinna með ætlaði að tala við vinkonu sína sem vinnur hjá heildsölunni sem flytja inn RAJAH kryddin.
Svo fékk ég þær fréttir að RAJAH er hætt að framleiða Tandoori kryddið ! *grát*


Picanta kryddið hvarf úr matvöruverslunum fyrir nokkrum árum síðan, þetta krydd nota ég í „BESTU“ sjávarréttasúpuna og þar sem ég ætla að nota það fljótlega fór ég að leyta eftir því.
Sólveig okkar sem sér um eldhúsið í vinnunni setti sig í samband við heildsölu sem hún þekkir til og þetta krydd er víst ekki lengur til á Íslandi, ætla að reyna að finna út hvað ég gæti notað í staðinn fyrir Picanta kryddið...

3 comments:

  1. Já leiðinlegt þegar svona er. Er Hügli ekki austurískt eða þýskt? Get kíkt hvort ég sjái þetta hér í búð, man samt ekki eftir þessu merki. Tandori masala er örugglega hægt að fá frá öðru fyrirtæki. Kanski er hægt að panta bæði eða annað á netinu. Skal hafa augun opin. :)

    ReplyDelete
  2. Hügli er upphaflega frá Sviss en er orðið alþjóðlegt þar sem allavegana 75 ár síðan það var stofnað.

    RAJAH kryddið er alveg himneskt, gæti þefað úr dollunni allan daginn. Ég keypti samt um daginn Tandoori krydd frá NOMU en það er aðeins öðruvísi blandað og ekki eins rauðleitt og kryddið frá RAJAH.

    Mátt endilega hafa augun opin, takk Þurí :) Forvitin að vita hvort það sé líka búið að taka þetta út í Þýskalandi.

    ReplyDelete