“Crochet gives me an inner peace that I treasure each and every day.” – Judith Ferrett

Monday, September 3, 2012

Mánudags-kjúklinga-pastasalat



Ágætt að hafa léttan mat á virkum dögum og helst eitthvað sem er fljótleg sérstaklega þegar maður er með lítinn Nikulás í aðlögun á leikskóla sem tekur mikið á mömmuhjartað.

Stundum þegar ég hef lítinn tíma þá kaupi ég tilbúinn grillaðan kjúkling í Þinni verslun en í dag grillaði ég hann sjálf sem er auðvitað alltaf best.

Ég kryddaði kjúklinginn með „Bezt á kjúkling“ stakk hálfri sítrónu inní fuglinn ásamt hálfum lauk og sauð fiðrildapasta. Skar niður blaðlauk, papríku, sykurbaunir og gulrætur, blandaði svo öllu saman í skál og bætti við gulum baunum, fersku blönduðu salati og fetaosti.

Mér finnst ágætt þótt kjúklingurinn sé mjög safaríkur eftir eldun að hella smá soði yfir kjúklinginn þegar ég er búin að tæta hann niður áður en ég blanda honum út í salatið. Bara ágætis mánudags kjúklingapastasalat ! :)

No comments:

Post a Comment