“Crochet gives me an inner peace that I treasure each and every day.” – Judith Ferrett

Sunday, September 9, 2012

Gæsabringur og bláberjasósa




Fyrstu gæsabringurnar komnar í hús en gæsaveiði tímabilið er ný byrjað og minn betri helmingur fær ótakmarkað leyfi til að fara til fjalla og veiða til matar :) Algjört sælgæti bæði steiktar og grafnar gæsabringur.




Brokkolí og snjóbaunir í sesamsósu
2 msk olía
2 meðalstórir spergilkálshausar, skornir í litla bita
½ pakki snjóbaunir
Salt og nýmalaður pipar

Aðferð
Hitið olíu í wok-pönnu eða stórri pönnu og steikið spergilkál í 2 mín, án þess að brenna. Bætið snjóbaunum á pönnuna ásamt sesamsósu og blandið vel saman, smakkið til með salti og pipar.

Sesamsósa
2 msk hunang
2 msk ljóst edik
2 msk sojasósa
2 smak sesamfræ, ristuð
1 tsk sesamolía
Salt og nýmalaður pipar
3 msk olía

Aðferð
Setjið allt nema olíu í skál og blandið vel saman. Bætið olíunni saman við í smáum skömmtun og hrærið vel í á meðan.




Sætar kartöflur, kryddaðar með sjávarsalti, nýmöluðum pipar, kúmen, basil og kirsuberjatómötum. Geggjað að setja gráðost rétt eftir að kartöflurnar koma úr ofninum en krakkarnir eru ekkert allt of hrifin af honum þannig að hann er á disk til hliðar.



Önd, teriyakí maríneruð gæs, salt og pipar krydduð gæs og bláberjasósa.

Bláberjasósa
2-3 skallottlaukar
3 msk olía
½ tsk timjan
1 dl púrtvín
1 msk balsamedik
1 dl bláber
1-2 msk bláberjachutney
4 dl villibráðarsoð
30 gr kalt smjör í tenigum
Salt og pipar

Aðferð
Látið lauk krauma í olíu í potti í 1 mínútu. Bætið þá timjani, púrtvíni, ediki, bláberum, bláberjachutney saman við og sjóðið niður um ¾. Hellið villibráðarsoði í pottinn.

Setjið sósuna í matvinnsluvél, bætið smjöri út í og maukið vel. Setjið sósuna því næst aftur í pottinn og hitið að suðumarki.

Bláberjachutneyið fékk ég hjá vinkonu minni sem er nýburjuð að skrifa pistla á timarim.is undir Heimili og fékk hún mig til að stílfæra krukkurnar og taka myndir.


No comments:

Post a Comment