“Crochet gives me an inner peace that I treasure each and every day.” – Judith Ferrett

Thursday, September 6, 2012

Grænmetis- og baunasúpa



Haustið er komið með allar sínar tilheyrandi lægðir og á sama tíma er vel við hæfi að hefja súputíðina.

Ég man ekki hvar ég fékk þessa uppskrift en hún hefur fylgt mér lengi og virðist aldrei vera nákvæmlega eins,  það fer alveg eftir hvað er til í ísskápnum af grænmeti og hvernig stuði ég er í.
Einnig er gott að búa til kóríanderpestó og setja í súpuna eftir eldun, en ég læt grunn uppskriftina fylgja með.

Það sem var öðruvísi í dag var að ég átti ekki til blaðlauk og gleymdi að setja lárviðarlaufið og svo átti ég til ferska steinselju sem hver og einn setti útí sjálfur. Ég fór í pólsku búðina „Mini Market“ uppí efra Breiðholti því ég átti leið uppí Sorpu og keypti þar pólskar steik- og grillpylsur.

Hráefni
1 laukur, saxaður
1 blaðlaukur, sneiddur
2 hvítlauksgeirar, saxaðir
3 cm engiferrót, gróft rifin
Olía til steikingar
½ tsk túrmerik
½ tsk kanill
½ tsk engiferduft
1 tsk arabískar nætur
1 ½ l vatn
2 tsk grænmetiskraftur
2 dósir hakkaðir tómatar
150 gr þurrkaðar linsubaunir
1 lárviðarlauf
1 msk hunang
Sjávarsalt og nýmalaður pipar

Aðferð
Steikið lauka og engifer í olíu, setjið þurrkrydd saman við og steikið áfram í 1 mín. Bætið öllum öðrum hráefnum í pottinn og látið súpuna sjóða í 30 mín. Steikið pylsurnar á pönnu þangað til þær verða stökkar að utan, skerið þær í sneiðar og bætið út í súpuna.

Njótið !

No comments:

Post a Comment